Upptaka af aftansöng Áskirkju á aðfangadag

Á aðfangadag verður aftansöngur aðgengilegur á heimasíðu Áskirkju í netstreymi frá kl. 16:00. Um er að ræða upptöku frá árinu 2020, en aftansöng í kirkjunni hefur verið aflýst á aðfangadag í ár.

Upptaka:

Séra Sigurður Jónsson prédikar. Bænagjörð annast Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Ássafnaðar, og Kór Áskirkju syngur.
Einsöng syngur Jóhanna Ósk Valsdóttir
en organisti og kórstjóri er Bjartur Logi Guðnason.

Sálmar:

96 Fögur er foldin – yfirrödd í þriðja versi: Þóra Björnsdóttir
108 Ó, hve dýrleg er að sjá
Friðarins Guð – einsöngur: Jóhanna Ósk Valsdóttir
98 Nú árið er liðið

Messusvör úr hátíðartóni sr. Bjarna Þorsteinssonar.

 

Helgistundir í sjónvarpi og útvarpi:

 

Hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík verður útvarpað á Rás 1 Ríkisútvarpsins kl. 17:55 á aðfangadagskvöld.

Helgistund biskups Íslands í Garðakirkju á Álftanesi verður sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu kl. 22:00 á aðfangadagskvöld.

Hátíðarguðsþjónustu biskups Íslands í Langholtskirkju í Reykjavík verður sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu kl. 13:00 á jóladag.

 

Smellið á myndbandið til að hefja spilun.