Sunnudagaskólinn

Barnastarf tengt guðsþjónustunni er alla sunnudaga yfir vetrartímann kl. 13.
Börnin eru með fullorðnum í upphafi messunnar en fara síðan niður í safnaðarheimili með starfandi djákna og/eða aðstoðarfólki þar sem þau eiga líflega og skemmtilega stund við sitt hæfi. Stundirnar enda á föndri og hressingu.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma til kirkju á helgum degi og eiga uppbyggilega stund í húsi Guðs.