Ferming

Ferming þýðir staðfesting.

Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla.

Fermingarfræðsla í Áskirkju veturinn 2023-2024 er kl. 15 á miðvikudögum.

Fermingardagar í Áskirkju 2024.
Pálmasunnudagur, 24. mars 2024 kl. 13
Fyrsti sunnudagur eftir páska, 7. apríl 2024 kl. 13
Hvítasunnudagur, 19. maí 2024 kl. 13
 

Rafrænt skráningarblað í fermingarfræðslu í Áskirkju má nálgast HÉR.