Athafnir

Þjónusta á öllum æviskeiðum.

Guðsþjónustur helgidaganna og helgar athafnir, svo sem skírn, ferming, brúðkaup, útför, eru áningarstaðir á lífsins leið, með veganesti orðs og atferlis sem styrkja samfélagið milli fólks og kynslóða og efla von og lífsþrótt. Sóknarprestur og djákni við Áskirkju veita fólki, eftir bestu getu, stuðning, ráðgjöf, sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum, sé þess óskað.