Safnaðarsalir & útleiga

Ás – Áskirkja

Kirkjan:

Hið þríhyrnda form kirkjuskips Áskirkju er vel þekkt enda sést kirkjan víða að í borginni. Staðsetning hennar er með því besta sem gerist í Reykjavík þar sem hana ber yfir Laugardalinn.  Kirkjan sjálf er hlýleg að innan og margir hafa nefnt það meðal kosta hennar hversu vel hún nær að halda utan um kirkjugesti sína. Lofthæð kirkjunnar er mikil og aflíðandi með einfaldri en samt glæsilegri lýsingu sem minnir á stjörnur. Hljómburður hefur reynst góður í byggingunni og því er kirkjan alloft leigð út fyrir tónleika. Kirkjuskipið tekur um 295 manns í sæti þar af um 30 á kórsvölum. Einnig er möguleiki á að opna kirkjuskipið inní safnaðarsalinn Ás (felliveggur) vegna fjölmennari athafna.

Safnaðarsalir:

Sá stærri heitir Ás og er á efri hæðinni, þ.e. sömu hæð og kirkjan sjálf, og tekur fulldekkaður um 160 manns í sæti. Salurinn skartar mikilli lofthæð og afar háum gluggum. Loftlýsingin er sú sama og er inni í kirkju.

Hinn minni sem nefndur hefur verið Dalur er á neðri hæð kirkjunnar og tekur fulldekkaður um 80-90 manns í sæti.  Þessi salur hefur fallega stóra glugga til tveggja átta sem bjóða uppá stórkostlegt útsýni og sjónræn tengsl við Laugardalinn og miðborgina.

Safnaðarsalirnir eru leigðir út fyrir t.d. fundi, erfisdrykkjur, brúðkaups-, skírnar-, fermingar- og afmælisveislur samkvæmt sérstökum reglum þar um. Mjög hófleg meðferð léttra vína og bjórs er möguleg í veislum í safnaðarheimilinu. Veislum þarf að vera lokið um miðnætti. Reykingar eru bannaðar í húsinu.

Nánari upplýsingar um útleigu:

Berglind Ragnarsdóttir kirkjuvörður í síma 588-8870 eða með tölvupósti

Veisluhald safnaðarsala er í höndum Petreu Aðalheiðar Ómarsdóttur, húsmóður safnaðarheimilis, í farsíma 891-8165.