Skráning í Safnaðarfélagið

Ert þú til í að skrá þig í Safnaðarfélag Áskirkju og með því leggja okkur lið við að styrkja kirkjuna og hennar innra starf í þágu safnaðarins? Ef svo þá endilega skráðu þig hér og við munum senda þér í heimabanka árlegan greiðsluseðil upp á 2250kr. Einnig hvetjum við þig til að fylgjast með okkar árlegu uppákomum á heimasíðu kirkjunnar og fésbókarsíðu hennar.
Má þar m.a nefna: sumardagsferðina okkar, Jólabasar, Jólahlaðborð, Vöfflukaffi, Félagsvist, Morgunverðarhlaðborð á páskadagsmorgni, Kaffihlaðborð á degi aldraðra og margt fleira.
Með okkar starfi höfum við fært Áskirkju að gjöf heimilistæki og innanstokksmuni sem nýtt eru til útleigu safnaðarsala kirkjunnar.
Við færum fermingarbörnum kirkjunnar áritaðar biblíur á hverju ári og ekki má gleyma okkar árlega skemmtikvöldi ásamt félögum og grönnum okkar í Söfnuðum Langholtskirkju og Laugarneskirkju.
Ef einhverjar spurningar eru þá endilega vertu í sambandi við formann Safnaðarfélagsins, Petreu Ómarsdóttur í síma 891-8165 eða sendu línu á petreaomarsd@gmail.com.
Sendu kennitölu, nafn og heimilisfang með í skráningunni.
Skráning með tölvupósti: petreaomarsd@gmail.com
Skráning í síma: 891-8165
Einnig er hægt að leggja beint inn á reikninginn:
Kennitala: 510387-1559
Bankareikningur: 0117-26-040795