Aftansöng á aðfangadagskvöld aflýst

Aftansöng sem vera átti í Áskirkju á aðfangadagskvöld kl. 18:00 er aflýst.

Að öðru leyti er stefnt að óbreyttu helgihaldi um hátíðarnar, þ.e. hátíðarguðsþjónustu á jóladag kl. 14:00 og aftansöng á gamlárskvöld kl. 18:00.

Hátíðarguðsþjónustur, sem teknar voru upp í Áskirkju í desember 2020, verða aðgengilegar á heimasíðu kirkjunnar nú um hátíðarnar.

Hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík verður útvarpað á Rás 1 Ríkisútvarpsins kl. 17:55 á aðfangadagskvöld.

Helgistund biskups Íslands í Garðakirkju á Álftanesi verður sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu kl. 22:00 á aðfangadagskvöld.

Hátíðarguðsþjónustu biskups Íslands í Langholtskirkju í Reykjavík verður sjónvarpað í Ríkissjónvarpinu kl. 13:00 á jóladag.

Gleðileg jól!