Jólakveðja frá Áskirkju 2021
Í desember var tekin upp jólakveðja í Áskirkju. Fermingarbörn fluttu helgileikinn Verði ljós og Kór Áskirkju söng jólasálmana Englakór frá himnahöll og Hin fyrstu jól. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan.
Þar sem aftansöngur aðfangadags fellur niður að þessu sinni bendum við á upptökur sem gerðar hafa verið af hátíðarguðsþjónustum og verða aðgengilegar á vef Áskirkju nú um hátíðarnar.