Helgihald um jól og áramót

Miðvikudagur 22. des.:        Jólaguðsþjónusta á Norðurbrún 1 kl. 14:00.

Aðfangad. jóla, 24. des.:      Aftansöngur kl. 18:00.  Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Fluttir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.  Kór Áskirkju syngur.  Einsöngur: Særún Rúnudóttir.  Bragi Þór Valsson leikur á klarinett.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Jóladagur, 25. desember:     Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 14:00.  Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna.  Fluttir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.  Kór Áskirkju syngur.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Annar jóladagur, 26. des.:   Hátíðarguðsþjónusta á Skjóli kl. 13:00.

Hátíðarguðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14:00.  Félagar úr Kór Áskirkju syngja við báðar athafnirnar, og Björn Ari Örvarsson syngur einsöng.

Fimmtudagur 30. des.:        Jólaguðsþjónusta á Dalbraut 27 kl. 14:00.

Gamlárskvöld, 31. des.:       Aftansöngur kl. 18:00.  Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna.  Fluttir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.  Kór Áskirkju syngur.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Sunnudagur 2. jan. 2022:     Ekkert helgihald í Áskirkju þennan dag.  Útvarpsguðsþjónusta úr kirkjunni verður send út í Ríkisútvarpinu, Rás 1, kl. 11:00.

Fimmtudagur 6. janúar:      Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 kl. 14:00.

Sunnudagur 9. janúar:        Guðsþjónusta og fyrsti sunnudagaskóli nýs árs kl. 13:00.

Opið hús, starf eldri borgara í Ássókn og Laugarnessókn, hefur göngu sína eftir jólahlé fimmtudaginn 13. janúar 2022 í Áskirkju og verður vikulega til vors.

Gleðileg jól!  Farsælt komandi ár!  Þökkum árið sem er að líða.

Prestur, sóknarnefnd og starfsfólk Áskirkju.