Opið hús Laugarnes- og Áskirkjusafnaðar

Kæru eldri borgarar, vekjum athygli á Opnu húsi í Áskirkju fimmtudaginn 28. október næstkomandi.
Það hefst að venju á kyrrðarstund sem sr. Davíð Þór hefur umsjón með. Að henni lokinni gæðum við okkur á gómsætri aspassúpu með brauði, auk kaffis og meðlætis, sem Jónína Dagmar kirkjuvörður matreiðir.
Við fáum að því loknu Unu Margréti Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV í heimsókn, en hún ætlar meðal annars að fjalla um revíur.
Svo syngjum við saman að venju og fáum gesti úr Fríðuhúsi í heimsókn.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kærleikskveðja, Anna Sigga og Jóhanna María djákni.