21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 24. október 2021:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00.  Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Emma Eyþórsdóttir og Þorsteinn Jónsson annast samverustund sunnudagaskólans.  Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn.  Ellert Blær Guðjónsson syngur einsöng.  Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.  Heitt á könnunni í Ási á eftir.

Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14:15.  Séra Sigurður Jónsson þjónar.  Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið.  Almennur söngur.