Lýðveldisdagurinn, 17. júní 2021:

Hátíðarguðsþjónusta á íhugunarbrautinni í Rósagarðinum í Laugardal kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna.  Bjartur Logi Guðnason stjórnar söng Kórs Áskirkju.  Aðkoma að svæðinu frá Sunnuvegi um heimreið að Garðyrkjustöðinni, eða frá bílastæði Vinagarðs eftir göngustíg til norðurs.

Guðsþjónustur í Laugardalsprestakalli í sumar verða eingöngu í Laugarneskirkju kl. 11 alla sunnudaga frá 13. júní til og með 8. ágúst.  Næsta guðsþjónusta í Áskirkju verður því sunnudaginn 15. ágúst 2021.