2. sunnudagur eftir trínitais, 13. júní 2021:

Sumarferð Safnaðarfélags Áskirkju.  Brottför frá Áskirkju stundvíslega kl. 9 árdegis.  Ferðalangar taka þátt í guðsþjónustu í Stafholtskirkju í Borgarfirði kl. 11 þar sem séra Anna Eiríksdóttir, sóknarprestur í Stafholti þjónar fyrir altari, og séra Sigurður Jónsson prédikar. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir organisti Stafholtsprestakalls og Bjartur Logi Guðnason, organisti Áskirkju, skipta með sér verkum við hljóðfærið.

Lýðveldisdagurinn, 17. júní 2021: Hátíðarguðsþjónusta á íhugunarbrautinni í Rósagarðinum í Laugardal kl. 11. Séra Sigurður Jónsson þjónar og Bjartur Logi Guðnason stjórnar söng Kórs Áskirkju. Aðkoma að svæðinu frá Sunnuvegi um heimreið að Garðyrkjustöðinni, eða frá bílastæði Vinagarðs eftir göngustíg til norðurs.

Guðsþjónustur í Laugardalsprestakalli í sumar verða eingöngu í Laugarneskirkju kl. 11 alla sunnudaga frá 13. júní til og með 8. ágúst. Næsta guðsþjónusta í Áskirkju verður því sunnudaginn 15. ágúst 2021.