Jólahelgihaldið í Áskirkju verður aðgengilegt á heimasíðu

Jólahelgihaldið í Áskirkju verður aðgengilegt í möskvum netsins þessi jólin og um áramótin á heimasíðu kirkjunnar; askirkja.is. Á aðfangadag verður aftansöngur tiltækur á síðunni frá kl. 16:00, á jóladag verður jólaguðsþjónustan í boði frá kl. 10:00 og á gamlársdag verður unnt að nálgast aftansöng frá kl. 16:00.
Við allar athafnirnar prédikar séra Sigurður Jónsson, bænagjörð annast Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Ássafnaðar, og Kór Áskirkju syngur.
Einsöng við aftansöng á aðfangadagskvöld syngur Guðmundur Karl Eiríksson, og á gamlárskvöld syngur Jóhanna Ósk Valsdóttir einsöng. Organisti og kórstjóri við allar athafnirnar er Bjartur Logi Guðnason.
Gleðileg jól! Gæfuríkt komandi ár!