Fyrsti sunnudagur eftir páska, 16. apríl 2023:

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Viktoríu Ásgeirsdóttur.  Athugið breyttan tíma í þetta sinn.

Messa og ferming kl. 13.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Emmu og Þorsteins sunnudagaskólaleiðtoga. Þessi guðsþjónusta markar lok barnastarfsins í vetur. Pylsur á grillinu, safi og kaffisopi að guðsþjónustu lokinni.