Sumardagurinn fyrsti, 20. apríl 2023

Fjölskylduguðsþjónusta í Áskirkju á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2023 kl. 11. Séra Sigurður, Emma og Þorsteinn sjá um stundina. Þessi guðsþjónusta er lokasamvera barnastarfsins á vorönninni. Heitt í kolunum og pylsur á grilli að hætti kirkjuvarðanna Berglindar og Jónínu á eftir. Lítið inn á Laugarásnum og missið ekki af gleðilegri gæðastund með vorblæ um vanga! Velkomin, börn á öllum aldri.