Bænastundir fyrir börn á amen.is
Kæru foreldrar og börn.
Eins og allir vita liggur sunnudagaskólinn niðri næstu sunnudaga vegna samkomutakmarkana. Okkur finnst afar leitt að geta ekki hitt ykkur og þess vegna ætlum við að setja inn á síðuna okkar efni sem þið getið skoðað saman í rólegheitunum heima við þegar hentar ykkur.
Í vikunni opnaði ný heimasíða sem helguð er bænum og íhugun en slóðin á hana er: www.amen.is
Þar má finna bænastundir fyrir börn, ásamt sálmum og stuttum frásögnum. Kvöldbænirnar eru alls sjö, ein fyrir hvert kvöld vikunnar og hér birtum við sunnudagskvöldbænastundina.
Guð geymi ykkur og gefi ykkur heilbrigði, von og trú á þessum óvissutímum
Kærleikskveðja,
Jóhanna María, djákni.