4. sunnudagur í föstu, 14. mars 2021:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 9:30.  Athugið breyttan messutíma!  Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur annast samverustund sunnudagaskólans.  Jón Þorsteinsson söngvari og söngkennari frá Ólafsfirði syngur einsöng.  Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.  Athugið, að fyrir guðsþjónustuna, kl. 9:00, verður morgunverður í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.  Allir hjartanlega velkomnir!