23. sunnudagur eftir þrenningarhátíð (Allra heilagra messa), 7. nóvember 2021:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00.  Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.  Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni og Þorsteinn Jónsson annast samverustund sunnudagaskólans.  Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn.  Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Hinn árlegi jólabasar og nytjamarkaður Safnaðarfélags Áskirkju verður opnaður í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni, um kl. 14.  Úrval eigulegra muna á boðstólum.

Kaffi og vöfflur til sölu og kórfélagar taka lagið.