Opið hús Laugarnes- og Áskirkjusafnaðar

Kæru eldri borgarar, að venju verður Opið hús hjá okkur nk. fimmtudag 4. nóvember frá kl. 12-15.
Þorgils Hlynur Þorbergsson hefur umsjón með kyrrðarstund og að þessu sinni fáum við Ásdísi Höllu Bragadóttur rithöfund í heimsókn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kærleikskveðja,
Anna Sigga og Jóhanna María djákni.