Vígsluafmæli Áskirkju

Vígsluafmæli Áskirkju 17. desember 2023 – Hátíðarguðsþjónusta

Áskirkja var vígð þann 11. desember 1983 sem það ár bar upp á þriðja sunnudag í aðventu. Við munum fagna 40 ára vígsluafmæli sunnudaginn 17. desember nk. með hátíðarguðsþjónustu kl. 13. Að henni lokinni verður efnt til kaffisamsætis í Ási.

Það væri ánægjulegt að sjá sem flesta í kirkjunni til að fagna þessum merka degi.