3. sunnudagur í aðventu, 17. desember 2023

Jólabarnaball sunnudagaskólans kl. 11:00 í Dal, neðra safnaðarheimili Áskirkju.  Söngur og gleði í síðustu samveru sunnudagaskólans fyrir jól.  Búist er við að jólasveinn komi af fjöllum!

Messa kl. 13:00.  40 ára vígsluafmælis Áskirkju minnst.  Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar.  Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.  Kaffisamsæti í tilefni dagsins í Ási eftir messu.  Allir velkomnir!