Fréttir

Sunnudagurinn 8. september, 12. sunnudagur eftir trínitatis

Messa og barnastarf í Áskirkju kl. 11:00. Barn verður skírt við messuna. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagskólans. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Fermingarbörn næsta vors ásamt foreldrum sérstaklega boðuð til messu og kynningarfundar um fermingarstarfið á eftir.
Safnaðarfélag kirkjunnar selur vöfflukaffi í Ási eftir messu til styrktar safnaðarstarfinu. Verð kr. 1000 og kr. 500 fyrir börn 12 ára og yngri.