Staða djákna við Áskirkju í Reykjavík

Laus er til umsóknar 75% staða djákna við Áskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Staðan er auglýst frá og með 1. nóvember 2019, eða samkvæmt samkomulagi.
Djákni starfar skv. starfsreglum þjóðkirkjunnar um djákna nr. 738/1998. Djákninn starfar á sviði fræðslu- og kærleiksþjónustu við Áskirkju í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd. Hann sér um barna- og æskulýðsstarf safnaðarins í samstarfi við sóknarprest. Hann hefur umsjón með starfi meðal aldraðra í sókninni og heimsóknarþjónustu við aldraðra í söfnuðinum í samstarfi við sóknarprest og sjálfboðastarf á þeim vettvangi. Djákninn hefur einnig með höndum þjónustu við helgihald safnaðarins ásamt sóknarpresti.
Um launakjör vísast til kjarasamnings Fræðagarðs og Launanefndar Þjóðkirkjunnar.
Frekari upplýsingar um starfið veitir séra Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Ásprestakalli í síma 864 5135.
Umsóknir um starfið berist biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, fyrir 21. september 2019.