Sunnudaginn 12. maí 2019

Sunnudaginn 12. maí 2019, sem er 3. sunnudagur eftir páska, verður árleg guðsþjónusta Átthagafélags Sléttuhrepps haldin í Áskirkju kl. 14:00, og verður veglegt kirkjukaffi félagsins á boðstólum í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. Kór Áskirkju syngur og Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari en ræðumaður kemur úr röðum félagsmanna Átthagafélagsins. Gætið að breyttum messutíma þennan sunnudaginn.
Á hinn bóginn gildir venjubundinn messutími á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem messað verður þennan sama dag kl. 13:00 á sal á 2. hæð. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar, og Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Vinir og vandamenn heimilisfólks eru velkomnir og vel séðir við athöfnina.