Safnaðarstarf og helgihald í Áskirkju liggur niðri a.m.k. til og með 15. apríl 2021.

Í samræmi við reglugerð sóttvarnaryfirvalda um takmörkun á samkomum, sem tók gildi 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021, liggur allt safnaðarstarf og helgihald í Áskirkju niðri á meðan.

Tilkynnt verður hér á heimasíðu Áskirkju um breytingar á þessu undir eins og gildandi takmörkunum verður aflétt.

Á pálmasunnudag verða fámennar fermingarathafnir í Áskirkju sem vegna fjöldatakmarkana verða lokaðar fyrir öðrum en vandamönnum fermingarbarnanna.

Vakin er athygli á að Ríkisútvarpið Rás 1 útvarpar guðsþjónustu á skírdag kl. 11 úr Laugarneskirkju og á föstudaginn langa kl. 11 úr Áskirkju. Báðar þessar guðsþjónustur verða hljóðritaðar áður.

Heimilt er að 30 manns sæki útfarir.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni covid.is, sjá Gildandi takmörkun á samkomum (covid.is)