Passíusálmalestur á föstunni í Áskirkju

Á öskudaginn, 17. febrúar 2021 kl. 10:30 hefst lestur Passíusálma í Áskirkju. Lesið verður fjóra morgna í viku, þriðjudaga til fimmtudaga á þessum sama tíma, og verða lesnir tveir Passíusálmar í senn. Gætum að grímuskyldu og 2ja metra reglu og njótum kyrrðar og næðis um leið og við hugleiðum píslargöngu Frelsarans í túlkun séra Hallgríms Péturssonar.