Opið hús hefur göngu sína á ný

Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 12:00 hefur Opið hús göngu sína á ný eftir langt Covid-19-hlé.

Dagskráin hefst með kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12:00. Léttur málsverður verður fram borinn í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar, og kostar kr. 1.000.

Áhugaverð dagskrá og söngstund á eftir.

Fyllstu sóttvarna verður gætt og setið dreift um salinn.

Munið 2ja metra regluna og grímuskylduna!

Starfið er sem fyrr í samstarfi Áskirkju og Laugarneskirkju.

Hlökkum til að sjá ykkur!