Sunnudagur í föstuinngang, 14. febrúar 2021:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 9:30.  Athugið breyttan tíma, því nú tökum við daginn snemma í Áskirkju og messum framvegis að jafnaði kl. 9:30, – klukkan hálftíu.  Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.

Kirkjukaffi í Ási að guðsþjónustu lokinni þar sem fermingarbörn vorsins leggja til meðlætið, og fá afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju.

Fögnum rýmri hámarksfjölda við guðsþjónustur, sem 150 manns mega nú sækja, en gætum um leið vel að sóttvörnum, höldum 2ja metra fjarlægð, sprittum hendur og berum grímur.