Opið hús Áskirkju og Laugarneskirkju

Minnum á samveru Opna hússins á fimmtudögum í Áskirkju.

Athugið breytta tímasetningu, dagskráin hefst kl. 11:30. Hádegisverður, samvera og söngstund verða í efri safnaðarsal kirkjunnar Ási í vetur sem auðveldar aðgengi til muna.

Föst dagskrá:
Kl. 11:30 Kyrrðarstund
Kl. 12:00 Léttur hádegisverður
Kl. 12:30 Samvera/fræðsla
Kl. 13:30 Söngstund við píanóleik

Verið hjartanlega velkomin.