FréttirTilkynningar

Lýðveldisdagurinn, 17. júní 2023

Hátíðarguðsþjónusta Laugardalsprestakalls undir berum himni við íhugunarbrautina í Rósagarðinum í Laugardal kl. 11:00.

Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar við guðsþjónustuna, og Bjartur Logi Guðnason, organisti, stjórnar söng Kórs Áskirkju.

Aðkoma eftir göngustíg frá bílastæði Vinagarðs, leikskóla KFUM & KFUK við Holtaveg, eða af heimreiðinni frá Sunnuvegi að gömlu Garðyrkjustöðinni í Laugardal.

Búum okkur eftir veðri og tökum regnhlífarnar með ef þurfa þykir.

Allir velkomnir!  Gleðilega hátíð!

Hátíðarguðþjónusta Laugardalsprestakalls íhugunarbrautinni í Rósagarðinum í Laugardal, kort.