Trínitatis, 4. júní 2023 – sjómannadagurinn:

Messa í Áskirkju kl. 13:00. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í Laugardalsprestakalli prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Friðrik Valur Bjartsson leikur á trompet. Hressing í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á Helgafelli á Hrafnistu, Laugarási kl. 13:00. Séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Anna Sigríður Helgadóttir. Organisti Friðrik Vignir Stefánsson.