Kökubasar Safnaðarfélags Áskirkju.

Sunnudaginn 12. nóvember verður kökubasar Safnaðarfélags Áskirkju eftir messu kl 14.

Á boðstólnum verða ekta hnallþórur, tertur, smákökur, brauð og fleira. Einnig verður eitthvað af munum og prjónafatnaði til sölu. Vöfflukaffið verður á sínum stað á 1000,- kr. vaffla með sultu og rjóma. Kaffi og djús

Vonumst til að sjá sem flesta,
Safnaðarfélagið.