SÖFNUN FERMINGARBARNA FYRIR HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR

Í dag, miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 16:30-18:30 ganga fermingarbörn Áskirkju í hús hér í sókninni og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Fjármunirnir verða nýttir til að efla skólastarf og byggja brunna yfir vatnsból í Afríku. Hvor tveggja verkefnin koma börnum á sama aldri og fermingarbörnin að góðu gagni og stuðla að minni erfiðisvinnu þeirra og meiri skólagöngu, fræðslu og menntun.
Vinsamlegast takið vel á móti fermingarbörnunum. Þau leggja góðum verkefnum lið með framlagi sínu.