23. sunnudagur eftir trínitatis, 12. nóvember 2023:

Messa og barnastarf kl. 13:00.  Viktoría Ásgeirsdóttir sér um samveru sunnudagaskólans.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Eftir messu heldur Safnaðarfélag Áskirkju Jólakökubasar og vöfflukaffi í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.  Á boðstólum verða ekta hnallþórur, tertur, smákökur, brauð o.fl.  Einnig verða ýmsir eigulegir munir og prjónafatnaður til sölu.  Kaffi eða safi ásamt vöfflu með sultu og rjóma selt á kr. 1.000.

Fjölmennum!