Kirkjuvörður í Áskirkju

Ássókn leitar að kirkjuverði í hlutastarf. Helstu skyldur eru undirbúningur og frágangur við athafnir, matseld í Opnu húsi eldri borgara einu sinni í viku, þrif og létt skrifstofustörf. Um er að ræða dagvinnu auk vinnu aðra hverja helgi. Starfshlutfallið er um 20%. Í Áskirkju er lögð áhersla á jákvæðan starfsanda í fámennum en samheldnum hópi starfsfólks.

Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði og kunnátta í ensku æskileg. Samskiptahæfileikar, snyrtimennska og þjónustulund eru áskilin.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir sr. Sigurður Jónsson í síma 864 5135 og netfang prestur@askirkja.is.

 Umsóknir sendist til formanns sóknarnefndar, Valgerðar Þórðardóttur, netfang valgerdur.thordardottir@simnet.is. Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2023.

Áskirkja stendur við Vesturbrún 30, 104 Reykjavík og er hluti af Laugardalsprestakalli.