Hin mæta morgunstundin – fimmtudagshugvekja 26. nóvember

Í hugvekjunni ræðir sr. Sigurður um endurkomu Krists og viðhorf og væntingar hinna fornu Þessalóníkumanna til þess leyndardóms trúarinnar. Páll postuli hvatti þá til að lifa venjulegu lífi og sinna um dagleg störf sín en dvelja ekki um of við hið ókomna. Sigurður minnir á gildi föstunnar, hins innri undirbúnings, fyrir komandi hátíð, og mikilvægi þess að maðurinn gefi gaum að sönnum verðmætum.

Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar tvisvar í viku; á sunnudögum kl. 9:30 og á fimmtudögum kl. 9:30.

Prestur er sr. Sigurður Jónsson og organisti er Bjartur Logi Guðnason.