Helgihald í dymbilviku og páskaviku 2019

Pálmasunnudagur, 14. apríl:        

Sunnudagaskóli kl. 11:00. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi.

Messa og ferming kl. 14:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Skírdagur, 18. apríl:   

Messa á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Sameiginleg messa Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 20:00. Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur Laugarnesprestakalls prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.

Föstudagurinn langi, 19. apríl:

Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Áskirkju kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson og séra Hjalti Jón Sverrisson þjóna. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista.

Páskadagur, 21. apríl:         

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Páskamorgunverður að guðsþjónustu lokinni í boði Safnaðarfélags Ásprestakalls í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða verður kl. 11 á páskadag í skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal í umsjá presta, djákna og leiðtoga barnastarfs kirknanna. Komið verður saman við selalaugina í Húsdýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni, og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.

Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl:  

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Lokasamvera barnastarfsins í vetur. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni, Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjóna. Brúðuleikhúsið á sínum stað, bænir, söngvar, sögur og myndir. Heitt í kolunum á grillinu að guðsþjónustu lokinni og pylsur í boði ásamt safa og kaffisopa.

Gleðilega páska! Gleðilegt sumar!