Fréttir

5. sunnudagur í föstu, 7. apríl 2019

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn undir stjórn Kára Allanssonar, sem einnig leikur á orgelið. Kaffisopi og safatár eftir messu.

Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju fjóra daga vikunnar, frá þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar í senn á hverjum degi.

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15. Dagskráin hefst með kyrrðarstund í hádeginu í Áskirkju. Hádegisverður í Dal, neðri safnaðarsal kirkjunnar að henni lokinni. Verð kr. 1.000. Breytileg dagskrá kl. 13-14. Söngstund kl. 14-14:45.