Aðventustund barnanna – 3. sunnudag í aðventu

Kæru börn og foreldrar, í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og við kveikjum á Hirðakertinu. Í aðventustund dagsins hittið þið Rebba og Mýslu sem eru komin í mikið jólaskap. Biblíusagan er á sínum stað og barnakór Langholtskirkju syngur fallega jólasálma. Kærleikskveðja, Jóhanna María, djákni.

Aðventustund barnanna er samstarfsverkefni Áskirkju, Bústaðakirkju, Grensáskirkju, Hallgrímskirkju, Langholtskirkju, Laugarneskirkju, Neskirkju og Seltjarnarneskirkju og hvern sunnudag á þessari aðventu kemur nýr þáttur.