3. desember 2023 – fyrsti sunnudagur í aðventu:

Aðventusamkoma kl. 13:00.  Ræðumaður Ragnheiður Sverrisdóttir djákni.  Almennur söngur, auk þess sem Kór Áskirkju flytur aðventu- og jólatónlist undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.  Fermingarbörn flytja helgileik.  Ljóðalestur.  Heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í boði sóknarnefndar að athöfn lokinni.