23. og síðasti sunnudagur eftir trínitatis, 24. nóvember 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Inga Steinunn Henningsdóttir og Jens Elí Gunnarsson annast samverustund sunnudagskólans. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínum.