17. sunnudagur eftir trínitatis, 1. október 2023:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00. Félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt í guðsþjónustunni. Ræðumaður Gunnar Friðrik Birgisson frá Hesteyri. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari. Viktoría Ásgeirsdóttir sér um samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisala Átthagafélags Sléttuhrepps í safnaðarheimilinu Ási að guðsþjónustu lokinni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14:15. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason organisti leikur á hljóðfærið. Almennur söngur.