15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð; 12. september 2021:

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 13. Athugið nýjan messutíma!

Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni og Þorsteinn Jónsson, nýr barnastarfsleiðtogi, annast samverustund sunnudagaskólans.

Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.

Fermingarbörn vorsins 2022 sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar ásamt foreldrum sínum. Stuttur kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins haldinn eftir guðsþjónustu.

Kirkjukaffi í Ási eftir guðsþjónustu.