Vetrarstarf Kórs Áskirkju

Um þessar mundir, nánar tiltekið miðvikudaginn 6. sept. kl. 17:15, hefst vetrarstarf Kórs Áskirkju með fyrstu æfingu haustsins. Nýir félagar bætast nú í kórinn og eru boðin velkomin með mikilli tilhlökkun og hver veit nema fleiri eigi eftir að bætast við. Það fer þó hver að verða síðastur að ganga í kórinn en þau sem eru áhugasöm eru hvött til að hafa samband við kórstjórann og sérstaklega vantar karlaraddir.

Æfingar kórsins eru einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 17:15.

Bjartur Logi Guðnason organisti, er stjórnandi kórsins. Hann er með netfangið bjartur72@gmail.com