Tónleikar Kórs Áskirkju

Kór Áskirkju flytur Petite messe solenelle (Lítil hátíðleg messa) eftir G. Rossini. Sunnudaginn 13. nóvember kl. 17.

Fjölmargir einsöngvarar koma að flutningnum auk hljóðfæraleikara sem eru Jón Bjarnason (píanó) og Flemming Viðar Valmundsson (harmónikka). Stjórnandi er Bjartur Logi Guðnason.

Miðar eru seldir við innganginn á 4.500,- kr. / 4.000,- kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Posi er á staðnum.


Rossini var án efa frægastur fyrir óperur sínar. Á efri árum semur hann þó þessa merku tónsmíð Petite messe solenelle sem er trúarleg tónsmíð þó hún minni á köflum á óperu með dramatískum tilþrifum og tilvísunum.

Petite messe solenelle er samin fyrir einsöngvara, kór, tvö píanó og harmóníum. Algengt er að flytja verkið með einu píanói en óalgengt er hinsvegar að skipta harmóníumi út fyrir harmónikku eins og hér verður gert. Rossini leist sjálfum vel á þann möguleika, þó messan hafi ekki verið flutt með harmónikku á hans dögum því það þótti of alþýðlegt hljóðfæri fyrir þessa trúarlegu tónlist.
Einsöngvarar skipta með sér aríum, og öðrum sólólínum (ensamble) í verkinu. Þau eru:
Sópran: Bernadett Hegyi, Særún Rúnudóttir, Þóra Björnsdóttir.
Alt: Jara Hilmarsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir.
Tenór: Björn Ari Örvarsson, Karl Hjaltason, Þorsteinn Freyr Sigurðsson.
Bassi: Guðmundur Karl Eiríksson, Tryggvi Pétur Ármannsson.
Píanóleik annast Jón Bjarnason og á harmónikku leikur Flemming Viðar Valmundsson. Stjórnandi er Bjartur Logi Guðnason.
Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn og miðaverð er 4.500,- kr. en verð fyrir nemendur og eldri borgara er 4.000,- kr.
Tónleikarnir eru í Áskirkju sunnudaginn 13. nóvember kl. 17 og taka um 90 mínútur í flutningi en stutt hlé er gert í miðju verki.