Sýnishorn af kóræfingu – Austurstræti

Kór Áskirkju æfði nokkrar kórútsetningar af tónlist Sigfúsar Halldórssonar í tilefni 100 ára afmælis hans í september 2020. Ekki varð af fyrirhuguðu tónleikahaldi tileinkuðu tónskáldinu en hér syngur kórinn upphaf lagsins Austurstræti á æfingu í maí 2021 og hver veit nema Kór Áskirkju flytji úrval hinna þjóðþekktu laga Sigfúsar við gott tækifæri.

Björn Ari Örvarsson, félagi í kórnum syngur einsöng.