Opið hús Laugarnes- og Áskirkjusafnaðar

Kæru eldri borgarar, við byrjum aftur með Opið hús Laugarnes- og Áskirkjusafnaðar fimmtudaginn 23. september nk. í Áskirkju.
Kyrrðarstund sem sr. Davíðs Þór leiðir hefst kl. 12 og að henni lokinni gæðum við okkur á léttum málsverði.
Spilað verður bingó og söngstundin verður á sínum stað kl. 14 þar sem Elísabet organisti spilar.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kærleikskveðja, Anna Sigga og Jóhanna María djákni.
May be an image of 1 einstaklingur, standing og útivist