Munið: Opið hús fimmtudaginn 1. október 2020

Opið hús í Áskirkju (samstarf Áskirkju og Laugarneskirkju) tekur upp þráðinn á ný frá því fyrir tveimur vikum fimmtudaginn 1. október og hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12:00.

Léttur hádegisverður í Dal, neðra safnaðarheimilinu kl. 12:30.

Skraf og skemmtun og söngstund í samverulok.

Hittumst heil og gætum að sóttvarnarreglum, hreinlæti og nálægðarmörkum!