Miðfasta, 10. mars 2024: Messa, barnastarf og aðalsafnaðarfundur

Messa og barnastarf kl. 13:00.  Emma og Hrafnkell leiða samverustund barnanna í sunnudagaskólanum.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2024 verður haldinn í Ási, efri safnaðarsal Áskirkju, strax að messu lokinni.  Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.  Önnur mál.  Kaffiveitingar.